Dramafíkill Songtext

það byrjar með ákvörðun,

svo kemur afsökun,

loks kemur sparkið í andlitið á þér.

það átti ekki að enda svona,

þú leyfðir þér samt að vona,

í gegnum traust hennar,

eins og byssukúla í kristal.



en enginn hér,

til að sýna þér,

hvert sé best að snúa sér,

til að finna áttina heim.



og sem fíkill á dramatík,

sekkur aftur ofan í

einn bita í viðbót,

svo þagar þú þig upp úr því.

það sem er enn óbrotið brakar í,

veltist um og endar í örmunum á þeim

sem skemmir það svo.



en enginn hér,

til að sýna þér,

hvert sé best að snúa sér,

til að finna áttina heim.

en enginn hér,

til að sýna þér,

hvert sé best að snúa sér,

til að finna áttina heim.

og þú veist því grynnra sem þú ferð inn,

því lengri verður ferðinn.



ef stafrófið væri lengra,

myndi meining orðanna dýpka?

þú laugst aldrei að henni,

þú sagðir bara ósatt.

og hvernig hún bregst við

er háð því hve langt orðin náðu inn,

þau skiptu um skinn,

og unnu hana yfir aftur.
This website uses cookies to ensure you get the best experience on our website. Closing this message or scrolling the page you will allow us to use it. Learn more