Bílveiki Songtext
ég heyri malbikið tala til mín,
röddin er hrúf gegnum vélarniðinn,
daðrið er beinskipt og traustvekjandi,
og vegurinn sannfærir mig.
en hver sem hraðinn er við höggið,
þá reynist flugið ekki mikið,
því ég og bílrúðan erum stjörnur,
og okkur rignir yfir malbikið.
og niður í faðm vegarins,
þá næ ég flugi engla,
ég heyri himnakór bremsufara,
og bý mig undir lendinguna.
en ég kann ekki á englatækni,
og ég lendi ekki með lægni.
kem fyrst niður með hausinn,
og brýt þannig á mér hálsinn.
verkið hefur engan ramma,
þetta er abstrakt ég við kantinn,
nafnið skerst djúpt ofan í malbikið,
og blóð mitt er undiskriftin.
ég vildi óska að þú ættir,
þessa síðustu mynd af mér,
því ég vil að þú skiljir,
að það var hjartað sem tók frammúr.
en kaldhæðnin er sú að vegurinn er,
alltaf jafn langur þó ég flýti mér...
röddin er hrúf gegnum vélarniðinn,
daðrið er beinskipt og traustvekjandi,
og vegurinn sannfærir mig.
en hver sem hraðinn er við höggið,
þá reynist flugið ekki mikið,
því ég og bílrúðan erum stjörnur,
og okkur rignir yfir malbikið.
og niður í faðm vegarins,
þá næ ég flugi engla,
ég heyri himnakór bremsufara,
og bý mig undir lendinguna.
en ég kann ekki á englatækni,
og ég lendi ekki með lægni.
kem fyrst niður með hausinn,
og brýt þannig á mér hálsinn.
verkið hefur engan ramma,
þetta er abstrakt ég við kantinn,
nafnið skerst djúpt ofan í malbikið,
og blóð mitt er undiskriftin.
ég vildi óska að þú ættir,
þessa síðustu mynd af mér,
því ég vil að þú skiljir,
að það var hjartað sem tók frammúr.
en kaldhæðnin er sú að vegurinn er,
alltaf jafn langur þó ég flýti mér...