Ljósglæta Songtext

Í svarthvítri veröld
þar sem ógnin sverfur að sálunum
og sólin nær ekki í gegn.

Ég kveiki ljós
sem að leiðir mig
og gefur mér kjark.

En myrkrið er svartast
í húsasundum höfuðs míns
þar sem hugsanir hræða mig.

Ég bægi þeim frá
og held þéttingsfast
í ljósglætuna.

En þar sem rökkrið nær ekki
er hjarta mitt vakandi
og glóir eitt í grámanum.

Sjáðu stjörnurnar
þær fjara út
úr augsýn okkar.
This website uses cookies to ensure you get the best experience on our website. Closing this message or scrolling the page you will allow us to use it. Learn more