Hetjan á Fjallinu Songtext

Hugrekkið glampaði í augum hans
og hendurnar hættu að skjálfa.
Hátt settu marki skyldi hann ná
hæðina skyldi hann loks sigra.

Leiðina þekkti sem lófa sinn
og lengdina vissi upp á hár.
Ferðin auðveld var ásýndar
en erfiðust hugsunin sjálf.

Á fjallinu miðju hann hjartað fann
fastar slá en fyrr.
Í eitt augnablik hann aftur leit
þá angistin hetjuna greip.

Vindbarinn tróndi toppnum á
tárvotur brosti breitt.
Í dag hafði hann sigrað sjálfan sig
sína þyngstu þraut hafði leyst.
This website uses cookies to ensure you get the best experience on our website. Closing this message or scrolling the page you will allow us to use it. Learn more