Mundu Eftir Mér Songtext

Syngur hljótt í húminu
Harmaljóð í svartnættinu
Í draumalandi dvelur sá
Sem hjarta hennar á

Hann mænir út í myrkrið svart
Man þá tíð er allt var bjart
Er hún horfir mat það satt
Að ástin sigri allt

Og seinna þegar sólin vaknar, sameinast á ný
Þær sálir tvær sem áður skildu, ástin veldur því

Mundu eftir mér þegar morgun er hér
Þegar myrkrið loks á enda er
Við verðum eitt og því ekkert fær breytt
Og ég trúi því að dagur renni á ný

Minnist þess við mánaskin
Mættust þau í síðasta sinn
Hann geymir hana dag og nótt
Að hún komi til hans skjótt

Og seinna þegar sólin vaknar, sameinast á ný
Þær sálir tvær sem áður skildu, ástin veldur því

Mundu eftir mér þegar morgun er hér
Þegar myrkrið loks á enda er
Við verðum eitt og því ekkert fær breytt
Og ég trúi því að dagur renni á ný

Mundu eftir mér þegar morgun er hér
Þegar myrkrið loks á enda er
Við verðum eitt og því ekkert fær breytt
Og ég trúi því að dagur renni á ný

Því ég trúi því að dagur renni á ný
Já ég trúi því að dagur renni á ný

Mundu Eftir Mér Video

Mundu Eftir Mér Video play
This website uses cookies to ensure you get the best experience on our website. Closing this message or scrolling the page you will allow us to use it. Learn more